Inga Matt

Lífið og allt sem því fylgir
Annað | Lífið og tilveran | Mín upplifun

B.A. gráða í Tómstunda-og félagsmálafræði komin í hús !

By on March 7, 2018

Jæja! Þetta tók sinn tíma! En hafðist á endanum. 24. febrúar síðastliðinn útskrifaðist ég með B.a. í Tómstunda-og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Planið var að útskrifast í júní í fyrra en lokametrar meðgöngunnar gerðu það eriftt að setjast niður eftir skóla, vettvangsnám og vinnu til að sinna lokaverkefninu af einhverju viti. Síðan í október og loks í febrúar sem mér tókst. Betra seint en aldrei!

IMG_1957

Continue Reading

Matur og góðgæti

Himneskt súkkulaðikaka

By on February 25, 2018

IMG_2018

Þessi uppskrift er æði!!! Maður verður aldrei fyrir vonbrigðum með þessa mjúku og bragðgóðu súkkulaðiköku sem bókstaflega bráðnar upp í þér 😉 Uppskriftina fann ég á heimasíðu kokteill.is fyrir nokkru en gúffaði kökunni alltaf í mig áður en ég fékk tækifæri til þess að mynda hana í bak og fyrir 😀 Frábær súkkulaðikaka við öll tilefni, hvort sem það er afmæli, útskrift eða bara hversdags kaffi ! 😉

Continue Reading

Annað

Heklið mitt

By on February 8, 2018

IMG_0391

Fyrir um fjórum árum ákvað ég að kenna sjálfri mér hekl og studdist ég alfarið við youtube-myndbönd fyrir byrjendur og viti menn! Ári seinna var ég farin að lesa uppskriftir á bæði ensku og íslensku og fór að geta byrjað að lesa út úr heklmyndum 😀 Ákaflega stolt af mér. Í fyrstu byrjaði ég á barnateppum og kanínukúrudýrum og hélt ótrauð áfram í því hekli (fannst sniðugt að gera mér upp lager til að gefa vinum mínum sem margir voru farnir að starta sínum eigin fjölskyldum).

Continue Reading

Annað

Innblástur af Pinterest: Bullet Journal

By on January 25, 2018

61e5ebbdda961b097450557c7cc78b27

Alla mína skólagöngu vandi ég mig á það að halda dagbók utan um heimalærdóm, skilaverkefni, vinnu, æfingar og annað, en síðasta árið hef ég ekki verið með dagbók og er með fullt af miðum út um allt til áminningar um allt mögulegt. Þetta veldur því að ég gleymi hlutum, er ekki eins skipulögð og er endalaust að leita af miðanum sem ég skrifaði niður tíma á mikilvægum erindum sem þarf að klára. Væri frábært fyrir mig að hafa dagbók eins og undanfarin ár og er ég pínu að hallast að því að fá mér svokallaða Bullet Journal. Bullet Journal dagbækur eru orðnar feyki vinsælar og hver og einn getur sérsniðið sína dagbók eftir sínum þörfum. Þær innihalda ekki fyrirfram ákveðna uppsetningu heldur útfærir þú mánuði, vikur, árið alveg eins og þú kýst sjálf/ur.

Continue Reading

Lífið og tilveran | Mín upplifun

Móðurhlutverkið vol.4 – Að finna pláss hjá dagforeldri

By on January 21, 2018

IMG_1611

Er ekki komin tími á eitt svona mömmublaður? 😉 Núna er Hólmar ný orðinn 9 mánaða! (Kom hann ekki í heiminn bara fyrir viku eða!?) Tíminn líður allt of hratt, hann er farinn að byrja að færa sig úr stað (skriðtæknin ekki alveg komin samt) og reyna að standa upp! Hann nær að standa upp í rimlarúminu sínu eða ef við hjálpum honum og styðjum við hann og þá er hann sko algjör sperrirófa og montrass! Hann er svo stoltur af sjálfum sér þegar hann stendur, enda má hann það alveg! Við foreldrarnir erum allavega að springja úr stolti!!!!

Continue Reading

Annað | Lífið og tilveran

Bóndadagur

By on January 15, 2018

935660.jpg

„með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra““

Þannig hljóðar sú forna hefð um hvernig bændur ættu að bjóða þorrann velkomin. Einhvernvegin hef ég á tilfinningunni að þessi skemmtilega hefð sé dottinn upp fyrir hjá langflestum, ef ekki öllum bændum :p

Continue Reading

Annað | Lífið og tilveran

Árið 2017

By on January 2, 2018

new-year-03

Jæja, þá er árinu 2017 lokið og 2018 gegnið í garð. Á árinu hefur mikið gerst og breyst.

Árið byrjaði á síðustu önninni minni í B.A námi í tómstunda- og félagsmálafræði og stefndi allt í það að ég myndi útskrifast í maí. Var á fullu í vettvagnsnámi, námi og gera og græja fyrir litla bumbubúann. Og eftir vettvangsnámið var meðgangan farin að segja til sín sem gerði það mjög erfitt að setjast niður eftir skóladaginn og vinnu suma daga til að sinna ritgerðinni. Þannig ég ákvað að fresta skilunum á lokaverkefninu mínu til 16. janúar næstkomandi! Er komin vel á veg en jólafríið í Noregi hefur kannksi aðeins dregið úr verkefnaskrifunum. 

Continue Reading

Jól | Lífið og tilveran

Fyrstu jól litlu fjölskyldunnar

By on December 31, 2017

aegagaeg
Ég verð að segja að jólin í ár hafi verið mjög sérstök. Þetta eru fyrstu jól litlu nýju fjölskyldunnar og eðlilega vorum við foreldrarnir yfir okkur spennt fyrir jólunum! Þetta voru ekki bara fyrstu jól litla snáðans okkar, heldur líka fyrstu jólin sem ég er ekki heima í faðmi foreldra minna sem ég var frekar stressuð yfir. Að vera á stað þar sem maður þekkir ekki alveg út í gegn ásamt nýjum og öðruvísi jólahefðum, ásamt því að vera í öðru landi! En ferðin út gekk að mestu vel og má finna ferðasöguna hér.

Continue Reading

Annað | Jól

Möndlugjafa hugmyndir

By on December 15, 2017

ris-ala-mande-490-Large-596x384.jpgÁ mínu heimili hefur verið hefð fyrir því að vera með möndlugjöf í hádeginu á aðfangadag. Höfum reyndar ekki hinn klassíska risalamande graut sem á uppruna sinn frá Danmörku heldur höfum við klassískan grjónagraut. Mismunandi er hvað er í möndlugjöf, til dæmis konfekt, jólaskraut, jólastyttur eða spil. Hér koma nokkrar hugmyndir af skemmitlegum spilum 😀

ATH! Færslan er ekki kostuð á neinn hátt.

Continue Reading